Sport

BAR ætlar að una dómnum

Forráðamenn BAR-Honda hafa ákveðið að una banninu sem liðið fékk í gær, fyrir að vera með ólöglegan bíl í keppni á dögunum, en mikil óánægja var með dóminn. Nick Fry, stjóri liðsins, segir að það muni verða af tekjum sem nema að minnsta kosti 10 milljónum dollara og að bannið setji samninga liðsins við stuðningsaðila í verulega hættu. "Eftir að hafa ráðfært okkur við bestu lögfræðinga sem völ er á, ákváðum við að gera ekkert í málinu, því við ættum líklega enga möguleika í sýknu," sagði í yfirlýsingu frá liðinu. BAR-Honda fær tveggja keppna bann í kjölfarið og stigin sem þeir fengu í umræddri keppni verða dregin af liðinu. Þetta bann er líka talið geta minnkað líkurnar á að liðið haldi ökumanni sínum Jenson Button, en hann hefur verið orðaður sterklega við önnur lið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×