Dallas 3 - Houston 3 6. maí 2005 00:01 Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig. NBA Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig.
NBA Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira