Erlent

Misnotaði unglingspilt

Danski stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við dreng sem ekki var orðinn lögráða. Oppfældt komst í kynni við drenginn á spjallsvæði á netinu og varð það úr að þeir hittust í september síðastliðnum. Höfðu þeir svo samfarir á heimili Oppfeldts í Farum. Vitað er að maðurinn reyndi að komast í kynni við fleiri unglingspilta á netinu. Lögmaður Oppfeldt sagði í samtali við Ritzau-fréttastofuna að allt of langt væri gengið í ákærunni, skjólstæðingur sinn hefði ekki vitað hversu ungur drengurinn væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×