Erlent

Áreitni um borð í Vædderen

Skipslæknirinn á danska varðskipinu Vædderen hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni. Atvikið átti sér stað í Reykjavíkurhöfn í maí á síðasta ári þegar skipið lá bundið við bryggju en þá ákváðu skipverjar að slá upp "tóga"-veislu og íklæddust lökum af því tilefni. Sýnt þótti að læknirinn hefði káfað á brjóstum konu um borð og rekið henni rembingskoss. Önnur kona taldi að hann hefði haft í frammi dónalega tilburði við hana og enn einn skipverjinn sagði að læknirinn hefði misboðið sér með kynferðislegum aðdróttunum. Undirréttur taldi að læknirinn hefði gerst brotlegur við herlög en hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×