Sport

BAR Honda í vondum málum

Lið BAR Honda í formúlu eitt, gæti verið í afar vondum málum, eftir að forráðamenn formúlunnar hafa farið fram á það að liðinu verði vikið úr keppni eftir að liðið varð uppvíst af því að vera með of léttan bíl í keppni á dögunum. Mál BAR Honda verður tekið fyrir í sérstökum áfrýjunardómi í París í dag og fari svo að liðið hljóti verstu refsingu, gæti það verið dæmt úr keppni í ár og gert að greiða allt að einni milljón evra í sekt. Ekki er víst að refsingin verði svo þung, en vel gæti farið svo að stigin sem Jenson Button fékk fyrir þriðja sætið í San Marino yrðu tekin af honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×