Innlent

Ástþór tekinn fyrir í Héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur tók í gærmorgun fyrir mál á hendur Ástþóri Magnússyni, forsvarsmanni Friðar 2000. Ástþóri er gefið að sök að hafa brotið myndavél ljósmyndara. Ástþór var orðinn þreyttur á myndatökum ljósmyndara og taldi sig ekki fá að vera í friði, ekki einu sinni inni í bíl sínum. Hann taldi mannréttindi á sér brotin, hann væri ekki opinber persóna og vildi að myndum sem af sér hefðu verið teknar yrði eytt. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sletti Ástþór tómatsósu á ljósmyndara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×