San Antonio 3 - Denver 1 3. maí 2005 00:01 Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira