Olís og Esso borguðu ekki 2. maí 2005 00:01 Olíufélögin áttu að greiða Ríkissjóði einn og hálfan milljarð króna í sekt í dag fyrir ólöglegt verðsamráð. Skeljungur greiddi sinn hluta en hin félögin draga lappirnar. Félögin óskuðu öll eftir því að reiða fram bankatryggingu fram að úrskurði dómstóla í málinu en fjármálaráðuneytið hefur hafnað því. Lögmenn félaganna telja það hins vegar mannréttindabrot. Fjármálaráðuneytið féllst ekki á að Olís, Esso og Skeljungur fengju að leggja fram bankatryggingu þar til dómstólar hefðu kveðið upp dóma í málinu. Bent er á að reglan sé sú að einstaklingar sem geri athugasemdir við álagningu skatta þurfi að kæra úrskurð skattstjóra. Greiða þurfi hins vegar samkvæmt fyrri álagningu þar til úrskurður sé kveðinn upp í kærumálinu. Sama verði að ganga yfir olíufélögin. Lögmenn olíufélaganna benda hins vegar á að þótt þessi regla gildi í skattarétti sé það einsdæmi. Í refisrétti. þurfi menn ekki að sæta refsingu fyrr en endanleg dómsniðurstaða liggi fyrir. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar tryggi það. Séu sektirnar ígildi refsingar í skilningi laganna eigi sú regla við. Olíufélögin telja rök ráðuneytisins ennfremur léttvæg þegar litið sé til grænmetismálsins svokallaða þar sem höfuðpaurarnir hafi fengið að leggja fram viðlíka tryggingar. Ker, eignarhaldsfélag Esso, á að greiða 490 milljónir í sekt. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, segir að greiðsluseðlar ráðuneytisins beri ekki dráttarvexti svo ekkert reki sérstaklega á eftir mönnum. Formlegt svar frá ráðuneytinu hefði enn ekki borist en ákvörðun um framhaldið yrði tekin þegar það bærist. Sektin yrði þó ekki greidd í dag. Það er Olís sem ber að greiða hæstu sektina, eða 560 millljónir. Forsvarsmenn Olís hafa ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar félagið ekki að greiða sektina í dag og bíður líkt og Esso eftir formlegu svari ráðuneytisins. Árni Ármann Árnason, lögfræðingur hjá Skeljungi, sagði fyrr í dag að formlegt svar ráðuneytisins hefði borist og sektin yrði greidd fyrir lokun, alls 460 milljónir. Hann sagði að forsvarsmenn félagsins væru þó afar ósáttir við afstöðu ráðuneytisins í málinu. Olíufélögin hafa þegar lýst því yfir að málinu verði áfrýjað til dómstóla en áfrýjunarfrestur rennur út í lok júlí. Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Olíufélögin áttu að greiða Ríkissjóði einn og hálfan milljarð króna í sekt í dag fyrir ólöglegt verðsamráð. Skeljungur greiddi sinn hluta en hin félögin draga lappirnar. Félögin óskuðu öll eftir því að reiða fram bankatryggingu fram að úrskurði dómstóla í málinu en fjármálaráðuneytið hefur hafnað því. Lögmenn félaganna telja það hins vegar mannréttindabrot. Fjármálaráðuneytið féllst ekki á að Olís, Esso og Skeljungur fengju að leggja fram bankatryggingu þar til dómstólar hefðu kveðið upp dóma í málinu. Bent er á að reglan sé sú að einstaklingar sem geri athugasemdir við álagningu skatta þurfi að kæra úrskurð skattstjóra. Greiða þurfi hins vegar samkvæmt fyrri álagningu þar til úrskurður sé kveðinn upp í kærumálinu. Sama verði að ganga yfir olíufélögin. Lögmenn olíufélaganna benda hins vegar á að þótt þessi regla gildi í skattarétti sé það einsdæmi. Í refisrétti. þurfi menn ekki að sæta refsingu fyrr en endanleg dómsniðurstaða liggi fyrir. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar tryggi það. Séu sektirnar ígildi refsingar í skilningi laganna eigi sú regla við. Olíufélögin telja rök ráðuneytisins ennfremur léttvæg þegar litið sé til grænmetismálsins svokallaða þar sem höfuðpaurarnir hafi fengið að leggja fram viðlíka tryggingar. Ker, eignarhaldsfélag Esso, á að greiða 490 milljónir í sekt. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, segir að greiðsluseðlar ráðuneytisins beri ekki dráttarvexti svo ekkert reki sérstaklega á eftir mönnum. Formlegt svar frá ráðuneytinu hefði enn ekki borist en ákvörðun um framhaldið yrði tekin þegar það bærist. Sektin yrði þó ekki greidd í dag. Það er Olís sem ber að greiða hæstu sektina, eða 560 millljónir. Forsvarsmenn Olís hafa ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar félagið ekki að greiða sektina í dag og bíður líkt og Esso eftir formlegu svari ráðuneytisins. Árni Ármann Árnason, lögfræðingur hjá Skeljungi, sagði fyrr í dag að formlegt svar ráðuneytisins hefði borist og sektin yrði greidd fyrir lokun, alls 460 milljónir. Hann sagði að forsvarsmenn félagsins væru þó afar ósáttir við afstöðu ráðuneytisins í málinu. Olíufélögin hafa þegar lýst því yfir að málinu verði áfrýjað til dómstóla en áfrýjunarfrestur rennur út í lok júlí.
Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent