Innlent

Útskrift án prófskírteina

Margir grunnskóla landsins útskrifa nemendur sína úr tíunda bekk í vor án þess að geta afhent þeim prófskírteini. Samræmdu prófunum var slegið á frest vegna tafa á skólastarfi sem urðu útaf kennaraverkfallinu. Sigurgrímur Skúlason sviðstjóri prófadeildar Námsmatsstofnunnar sagði allt líta út fyrir að hægt væri að skila prófskírteinum 6.-8. júní. En betur má ef duga skal því skólaslit eru fyrirhuguð í mörgum grunnskólum fyrir þann tíma. Þorsteinn Sæberg skólastjóri Árbæjarskóla sem ætlar að slíta sínum skóla þann 6. júní segir að óhjákvæmilega verði skólaslitin með öðrum blæ en venjulega og þykir það miður. Hefði honum þótt eðlilegt ef reynt hefði verið að flýta yfirferð prófanna til að gera skólunum mögulegt að slíta með eðlilegum hætti. Fleiri stórir skólar eiga að öllum líkindum eftir að lenda í sömu vandræðum. Það er því ljóst að allstór hluti tíundubekkinga fer út í sumarið prófskírteinalaus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×