Innlent

Afmælisgjöf Tónlist.is vel tekið

Afmælisgjöf Tónlist.is til þjóðarinnar í tilefni tveggja ára afmælis vefsetursins mæltist sérstaklega vel fyrir um helgina. Um 20.000 Íslendingar heimsóttu vefinn og um þrjátíu prósent af þeim eru skráðir notendur á vefnum. Skráðir notendur á Tónlist.is eru alls um 23.000 talsins og geta þeir notið þessa að hlusta og sækja tónlist, auk þess sem þeir geta yfirfært á stafræna spilara og brennt eigin geisladiska. Samkvæmt tónlist.is voru um 50.000 lög sótt á vefinn um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×