Innlent

Hálsakot fékk Grænfánann

Leikskólinn Hálsakot í Seljahverfi í Reykjavík fékk í morgun afhentan svokallaðan Grænfána fyrir öflugt starf nemenda, kennara og foreldra á sviði umhverfismála. Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands, Landvernd, hafa umsjón með Grænfánanum á Íslandi og afhenti fulltrúi samtakanna leikskólanum Grænfánann við hátíðlega athöfn. Hálsakot er fyrstur leikskóla í Reykjavík til að fá þessa viðurkenningu en áður hafa Selásskóli og Fossvogsskóli fengið hana. Grænfáninn er veittur til tveggja ára í senn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×