Erlent

Mikil átök í Berlín

Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Berlín, höfuðborg Þýskalands í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Að sögn lögreglu tóku meira en tvö þúsund ungmenni sig til og skutu flugeldum í átt að lögreglumönnum. Þá var einum lögreglubíl velt og langt fram eftir kvöldi héldu ungmennin áfram að kasta flöskum og öðru lauslegu í átt að lögreglumönnum sem beittu fyrir sig kylfum og táragasi. Ekki hafa borist fregnir af neinum alvarlegum meiðslum í kjölfar átakanna en margir voru handteknir í kjölfar ólátanna. Lætin á 1. maí í ár blikkna hins vegar í samanburðinum óeirðir undanfarinna ára sem hafa jafnan leitt til mikilla meiðsla á fólki og kostað hið opinbera tugi milljóna vegna skemmdarverka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×