Innlent

Kynnir þjónustuþörfina

Fundaröð Alcoa-Fjarðaáls til að kynna þjónustuþörf fyrirtækisins fyrir almenningi og verktökum er að hefjast í dag og verður fyrsti fundurinn á Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði í kvöld. Alls verða sex slíkir fundir haldnir víðs vegar um landið. Hrönn Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa-Fjarðaáls, segir að fyrirtækið muni nú birta upplýsingar um þá þjónustu sem það þurfi að leita til annarra fyrirtækja með og það sé stór pakki sem geti haft mikil áhrif á samfélagið. Eftir nokkrar vikur verði síðan kynntar upplýsingar um það hvers konar starfsmenn fyrirtækið þurfi, fjölda þeirra, hvenær þeir verði ráðnir og hver bakgrunnur þeirra eigi að vera. Mörgum komi sjálfsagt á óvart að 16 prósent starfsmanna verði háskólamenntuð. "Það er mjög stórt hlutfall, hærra hlutfall en landshlutfall í háskólamenntun, þannig að þetta verður mjög fjölbreytt. Við sjáum fyrir okkur að starfsmaður í framleiðslunni verði í fjölbreyttu starfi og geti þar unnið hvar sem er," segir hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×