Innlent

Innanlandsgjöld lægst á Íslandi

Póst- og fjarskiptastofnun gerði nýlega samanburðarkönnun á gjaldskrám fyrir póstþjónustu á Norðurlöndum. Ástæðan var beiðni Íslandspósts hf. um hækkun póstburðargjalda 1. maí 2005. Í ljós kom að póstburðargjöld innanlands eru lægst á Íslandi í öllum þyngdarflokkum. Lítill verðmunur er á Norðurlöndum á póstburðargjöldum til landa utan Evrópu fyrir léttustu bréfin. Gjöldin eru þó með því hærri hérlendis í þyngdaflokkunum 100-2000 gr. Í könnuninni er gert ráð fyrir gjaldskrárbreytingum Íslandspósts sem tóku gildi í gær. Í gjaldskrárbreytingunum felst að frímerki sem kostaði áður 45 krónur kostar nú 50 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×