Innlent

Vilja breyta 1. maí

Meirihluti þjóðarinnar vill að baráttudag verkalýðsins beri alltaf upp á fyrsta mánudag í maí í stað þess að vera ávallt fyrsta maí. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallups sem greint er frá á heimasíðu Ríkisútvarpsins, ruv.is. Tæp 72 prósent landsmanna vilja breyta fyrirkomulaginu en 23 prósent vilja það ekki. Mikið hefur verið rætt um að breyta fyrirkomulagi frídaga svo launþegar fái samfelld frí en ekki staka frídaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×