Verðmæt stofnfjárbréf í SPH 27. apríl 2005 00:01 Hallarbyltingin í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) í síðustu viku tók á sig skýrari mynd á mánudaginn þegar tilkynnt var um að Magnús Ægir Magnússon, reyndur innanbúðarmaður, tæki við sparisjóðsstjórastöðunni af Birni Inga Sveinssyni sem hafði verið við stjórnvölinn í tæpa fjóra mánuði. Nýja stjórnin hefur boðað breytingar í rekstri sjóðsins og ætlar að stækka sjóðinn. Eru þessi stjóraskipti einn liður í þeim áætlunum. Aðeins 47 stofnfjáreigendur eru í SPH og hefur því verið hægara sagt en gert að komast inn í hópinn. Útvöldum Hafnfirðingum hefur verið boðið að gerast eigendur stofnfjár og litlar breytingar verða á hópnum. Uppfært stofnfé sjóðsins var um 15,4 milljónir í byrjun árs en eigið fé SPH var á sama tíma yfir þrír milljarðar króna. Gríðarleg verðmæti liggja því í þessum stofnfjárbréfum þar sem stofnfjáreigendur hafa öll yfirráð yfir SPH í hendi sér. Stofnfjárbréf í SPRON, sem gengið hafa kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, hafa verið metin á 70 prósent af eigin fé sjóðsins. Meðaleign hvers stofnfjáreiganda í SPH er 330.000 krónur en það er ekkert óeðlilegt að meta þann hlut á um 45 milljónir króna og allt stofnféð á 2,1 milljarð. Það þýðir að stofnfjáreigandi í SPH sem lagði eina krónu til kaupa á stofnfjárbréfum fær 140 krónur í staðinn. Þegar þetta er haft í huga er stefna nýrrar stjórnar SPH, sem sér tækifæri í útrás og bættri rekstrarafkomu, vel skiljanleg. Bættur rekstur SPH getur skilað stofnfjáreigendum gríðarlegum ávinningi. Eigið fé sjóðsins hækkar en jafnframt er hægt að hækka stofnféð, annars vegar í formi arðgreiðslna og hins vegar með útgáfu nýs stofnfjár á genginu 1. Reksturinn hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár þó að sjóðurinn hafi skilað hagnaði svo lengi sem elstu menn muna. Stærsta vandamál sjóðsins hefur verið gríðarlegt útlánatap og slök afkoma af hefðbundinni bankastarfsemi. Ný stjórn sér því tækifæri í því að bæta rekstur SPH með því að vinna betur í hinum hefðbundna bankarekstri, draga úr rekstrarkostnaði og vanda til verka í útlánamálum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Hallarbyltingin í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH) í síðustu viku tók á sig skýrari mynd á mánudaginn þegar tilkynnt var um að Magnús Ægir Magnússon, reyndur innanbúðarmaður, tæki við sparisjóðsstjórastöðunni af Birni Inga Sveinssyni sem hafði verið við stjórnvölinn í tæpa fjóra mánuði. Nýja stjórnin hefur boðað breytingar í rekstri sjóðsins og ætlar að stækka sjóðinn. Eru þessi stjóraskipti einn liður í þeim áætlunum. Aðeins 47 stofnfjáreigendur eru í SPH og hefur því verið hægara sagt en gert að komast inn í hópinn. Útvöldum Hafnfirðingum hefur verið boðið að gerast eigendur stofnfjár og litlar breytingar verða á hópnum. Uppfært stofnfé sjóðsins var um 15,4 milljónir í byrjun árs en eigið fé SPH var á sama tíma yfir þrír milljarðar króna. Gríðarleg verðmæti liggja því í þessum stofnfjárbréfum þar sem stofnfjáreigendur hafa öll yfirráð yfir SPH í hendi sér. Stofnfjárbréf í SPRON, sem gengið hafa kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, hafa verið metin á 70 prósent af eigin fé sjóðsins. Meðaleign hvers stofnfjáreiganda í SPH er 330.000 krónur en það er ekkert óeðlilegt að meta þann hlut á um 45 milljónir króna og allt stofnféð á 2,1 milljarð. Það þýðir að stofnfjáreigandi í SPH sem lagði eina krónu til kaupa á stofnfjárbréfum fær 140 krónur í staðinn. Þegar þetta er haft í huga er stefna nýrrar stjórnar SPH, sem sér tækifæri í útrás og bættri rekstrarafkomu, vel skiljanleg. Bættur rekstur SPH getur skilað stofnfjáreigendum gríðarlegum ávinningi. Eigið fé sjóðsins hækkar en jafnframt er hægt að hækka stofnféð, annars vegar í formi arðgreiðslna og hins vegar með útgáfu nýs stofnfjár á genginu 1. Reksturinn hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár þó að sjóðurinn hafi skilað hagnaði svo lengi sem elstu menn muna. Stærsta vandamál sjóðsins hefur verið gríðarlegt útlánatap og slök afkoma af hefðbundinni bankastarfsemi. Ný stjórn sér því tækifæri í því að bæta rekstur SPH með því að vinna betur í hinum hefðbundna bankarekstri, draga úr rekstrarkostnaði og vanda til verka í útlánamálum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent