Sport

Davíð fær ekki að spila

Knattspyrnumaðurinn Davíð Þór Viðarsson, sem er á mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, fékk slæmar fréttir á fimmtudaginn. Forráðamenn Lilleström tjáðu honum þá að hann gæti ekki spilað með liðinu fyrr en 1. júlí þar sem hann er enn skráður í FH, félagið sem hann spilaði með á síðasta tímabili. Leikmannamarkaðurinn í Noregi lokaði 31. mars síðastliðinn og láðist forráðamönnum norska liðsins að ganga frá félagskiptum fyrir Davíð Þór. Hann var ekki á skrá hjá norska sambandinu og var því ólöglegur þegar hann sat á bekknum hjá liðinu í 1. umferð deildarinnar. Davíð þór sagði samtali við Fréttablaðið í gær að þetta væri hrikalegt klúður hjá Lilleström. "Ég skil ekki hvernig þetta getur gerst hjá atvinnumannaliði en þetta er mjög svekkjandi. Ég var búinn að æfa vel, kominn í gott form og fannst ég vera nálægt því að komast í liðið. Núna lítur út fyrir að ég geti bara æft með Lilleström til 1. júlí eða komið heim og spilað með FH.Hvorugur kosturinn er mjög spennandi. Það er auðvitað slæmt fyrir mig því þá verð ég ekki í neinu leikformi þegar U-21 árs landsliðið spilar í byrjun júní. Samningur minn við félagið rennur út í haust og mér hefði ekki veitt af næstu mánuðum og þessum landsleikjum til að sýna mig," sagði Davíð Þór. Hann sagði að forráðamenn Lilleström væru að reyna að fá undanþágu fyrir sig en taldi ólíklegt að svo myndi fara. "Ég myndi vera mjög hissa ef svo færi en ef ég fæ ekki undanþágu þá verð ég að skoða mín mál gagnvart félaginu.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×