Sport

PSV meistari í 18. sinn

PSV Eindhoven varð í gær hollenskur meistari í knattspyrnu í 18. sinn eftir 3-0 sigur á Vitesse Arnhem. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni en Ajax, sem er í öðru sæti, á ekki lengur möguleika á því að ná PSV. PSV, sem mætir AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni, er með 79 stig en Ajax er með 62 stig og á leik til góða. Park Ji Sung, Mark van Bommel og Gerald Sibon skoruðu mörk Eindhoven-manna í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×