Sport

JR sigraði í sveitakeppninni

Júdófélag Reykjavíkur sigraði í sveitakeppni á Íslandsmótinu í júdó í íþróttahúsi Hagaskólans í gær. Júdófélagið lagði KA að velli með fimm vinningum gegn tveimur. Í einstaklingskeppninni vann Júdófélag Reykjavíkur fimm titla en Ármenningar fjóra. Margrét Bjarnadóttir Ármanni varð tvöfaldur meistari, sigraði bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×