Sport

Ásthildur með tvö

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, skoraði tvö mörk þegar lið hennar, Malmö, sigraði Mallbacken, lið Erlu Steinu Arnardóttur, með fimm mörkum gegn engu á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ásthildur skoraði fyrsta mark Malmö á 8. mínútu og síðasta mark liðsins á 69. mínútu. Malmö er með fjögur stig eftir tvær umferðir en Linköping er í fyrsta sæti með sex stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×