Sport

Silja önnur í 400 m grind

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, varð í 2. sæti í 400 metra grindahlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu í Tallahassie í Flórída í gær. Silja hljóp á 56,62 sekúndum og bætti met Clemson-háskóla um tvo hundraðshluta úr sekúndu en það met setti Nikkie Bouyer 1999. Silja varð einnig í 2. sæti í 400 metra grindinni í fyrra. Silja bætti árangur sinn frá því í undanrásum í fyrradag um 86 hundraðshluta úr sekúndu. Sigurvegari í grindinni í gær varð Dominique Darden en hún hljóp á 56,02 sek. Silja var í sigursveit Clemson-háskóla í 4x400 metra boðhlaupi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×