Sport

ÍA vann Fylki

Nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum deildabikarkeppni karla í knattspyrnu en riðlakeppninni lauk í gær. ÍA sigraði Fylki 2-1 með mörkum Deans Martins og Kára Steins Reynissonar en Guðni Rúnar Helgason skoraði mark Fylkis. ÍA mætir Keflavík í 8-liða úrslitum. KR keppir við ÍBV en KR-ingar unnu Völsung 3-0 í gær. Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Bjarnason og Sigmundur Kristjánsson skoruðu mörk KR. ÍBV gerði jafntefli við Grindavík 1-1. Sæþór Jóhannesson skoraði fyrir ÍBV en Alfreð Jóhannsson fyrir Grindavík. Í 8-liða úrslitum mætast einnig Þróttur og Valur og Breiðablik og FH. Breiðablik og Valur gerðu 2-2 jafntefli í gær. Guðmundur Benediktsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörk Vals en Olgeir Sigurgeirsson og Ellert Hreinsson mörk Breiðabliks. Ellert skaut í Grétar Sigfinn Sigurðsson, varnarmann Vals, og þaðan hrökk boltinn í netið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×