NBA - Línur skýrast í úrslitin 21. apríl 2005 00:01 Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston
NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira