Sport

Clarke með góða forystu

Darren Clarke frá Norður-Írlandi hefur sex högga forystu að loknum tveimur hringjum á PGA-móti í golfi sem fram fer í Suður-Karólínu. Clarke lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 12 höggum undir pari. Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Patrick Seehan koma næstir á sex höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×