Sport

Barrichello sáttur við nýja bílinn

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello segist vera mjög ánægður með nýja Ferrari bílinn og segir sína menn vera komna á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu. "Við lentum í vandræðum síðast á nýja bílnum, einfaldlega vegna þess að við höfðum ekki nægan tíma til að prófa hann fyrir fyrstu keppnina. Nú höfum við fengið meiri tíma til æfinga og erum að stilla bílinn til. Hann hefur verið mjög traustur og áræðanlegur á ströngum æfingum undanfarið og því er ég bjartsýnn á framhaldið. Mér finnst hann sérstaklega fljótari og með betra jafnvægi heldur en gamli bíllinn, en þó má enn bæta nokkuð bremsurnar á honum og veggripið," sagði Barrichello.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×