Sport

Lonard efstur eftir fyrsta hring

Peter Lonard frá Ástralíu lék frábært golf á fyrsta hring á PGA-stórmóti í Suður-Karólínu í gær. Hann lék á 62 höggum, eða á níu undir pari, og hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta hring. Tomas Levet frá Frakklandi er annar á sjö höggum undir pari og í þriðja sæti er Darren Clarke frá Norður-Írlandi á sex höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×