Sport

Newcastle úr leik í Uefa

Newcastle datt í kvöld úr Uefa keppninni er liðið beið lægri hlut gegn Sporting Lisbon á Estadio Jose Alvalade leikvanginum í Portúgal. Eftir 1-0 sigur á Englandi voru leikmenn Newcastle í góðum málum eftir að Kieron Dyer kom þeim yfir á 20. mínútu í kvöld. Marius Niculae jafnaði þó fyrir Sportin fyrir hlé og þeir Sa Pinto, Luis Beto og Fabio Rochemback tryggðu portúgalska liðinu 4-1 sigur og 4-2 samanlagt. Sporting mætir AZ Alkmaar í undanúrslitunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×