Sport

Jafnt hjá Blikum og víkingum

Breiðablik og Víkingur R. gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta riðli A-deildar í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í Egilshöll í kvöld. Olgeir Sigurgeirsson skoraði úr víti á 14. mínútu fyrir Blika og Kári Ársælsson bætti öðru marki við tíu mínútum síðar og Blikar í góðri stöðu. En Elvar Dan Sigþórsson og Kári Einarsson sáu til þess liðin fór jöfn til búningsherbergja í leikhléi. Ekkert mark var skoraði í síðari hálfleik en tvö rauð spjöld litu dagsins ljós. Blikinn Sigurjón Jónsson, sem komið hafði inná sem varamaður fimm mínútum áður, og Björgvin Vilhjálmsson hjá Víkingi fengu að þau. Sigurjón braut illa á Björgvin sem brást hinn versti við og sá dómari leiksins, Hans Scheving, sig neyddan til að reka báða leikmenn af velli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×