Sport

Tapia: Ég mun ekki tapa heima

Hnefaleikakappinn Johnny Tapia segist vera vel meðvitaður um að hann sé að nálgast lokin á ferlinum sínum. Hann segist eiginlega ekki vera lengur í fjaðurvigt, að hann sé ekki eins hraður og hann var áður og að í síðasta bardaga hafi hann meira að segja sýnt smá ryð. En það er eitt sem Tapia segist vita betur en annað og það er að hann mun ekki tapa er hann mætir Frankie Archuleta öðru sinni annað kvöld, en bardaginn fer fram í Albuquerque, heimastöðvum Tapia. ,,Ég mun ekki tapa," sagði Tapia í dag í símaviðtali frá heimili sínu í Las Cruces. ,,Þetta er sannleikurinn, ég hef aldrei tapað í Albuquerque og ég ætla ekki að byrja á því annað kvöld." Tapia, sem er fimmfaldur heimsmeistari í þremur þyngdarflokkum, hefur unnið alla 16 bardagana sem hann hefur háð í heimabæ sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×