Sport

Verðmætasti leikmaður landsins?

Verðmætasti knattspyrnumaður landsins verður í herbúðum Leiknis á Fáskrúðsfirði í sumar ef marka má frétt á knattspyrnuvefnum Fotbolti.net. Knattspyrnumaðurinn sem um ræðir heitir Almir Cosic og er 29 ára gamall frá Bosníu-Herzegovínu. Knattspyrnuvefurinn segist hafa heimildir fyrir því að Cosic sé metinn á um 300 milljónir króna. Hann hefur leikið tugi Evrópuleikja og sýndi enska stórliðið Newcastle áhuga á að fá Cosic til liðs við sig árið 2002. Ástæða þess að Leiknir, sem leikur í 3.deild, hefur fengið Cosic í sínar raðir er sú að Samir Mesetovic, leikmaður Leiknis, er góður vinur hans og fékk hann til að koma. Á vef Austurbyggðar segir að ekki sé ljóst hvort Costic verði Leiknismaður til frambúðar en fjölskylda hans flytur til Fáskrúðsfjarðar fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×