Sport

BAR-bíllinn margfalt betri en áður

Jenson Button, ökumaður BAR í Formúlu 1 kappakstrinum, er sannfærður um að liðið sé á réttri leið þrátt fyrir að vera án stiga eftir fyrstu þrjár keppnir tímabilsins. Button sagði að kappaksturinn í San Marino yrði góð prófraun fyrir betrumbættan bíl BAR-liðsins. "Við getum ekki annað en aukið við hraða okkar og ég tel bílinn vera margfalt betri en áður," sagði Button. "Hann býr yfir meira jafnvægi en áður og sérstaklega í hröðu beyjunum. Það gefur okkur aukið sjálfstraust fyrir komandi keppnir." Takuma Sato, samherji Button hjá BAR, fór hægt í sakirnar og sagðist ekki eiga von á að liðið tæki stórt stökk þrátt fyrir breytingarnar. "Það er rétt að framfarirnar eru miklar en hins vegar eru flest lið að taka miklum framförum. Ég býst við að náum að taka nokkur skref fram á við en það munu hin liðin líka gera," sagði Sato. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×