Sport

Landsliðið í frjálsum valið

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands, sem tekur þátt í smáþjóðaleikunum í Andorra í júni og heimsbikarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tallin í Eistlandi í sama mánuði. Hópurinn samanstendur af 25 körlum og 25 konum og mun hópurinn koma saman um helgina og heldur því næst til æfinga á Laugarvatni. Flestir landsliðsmanna Íslands koma úr röðum FH, eða 14 talsins og 36 af þessum 50 afreksmönnum eru búsettir hérlendis. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands www.fri.is , en þar má sjá hverjir skipa landsliðshópinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×