Sport

Montoya að ná heilsu

Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya ætti að vera búinn að ná sér af meiðslum sínum fyrir næstu keppni í Formúlu eitt, sem háð verður í San Marino um næstu helgi. Montoya meiddist illa á öxl um daginn, þegar hann var leika tennis og missti því af síðustu keppni. Læknar hafa nú sagt að hann ætti að verða klár í slaginn um helgina, ef marka má reynslu þeirra af viðlíka meiðslum. Fjarvera Kólumbíumannsins í síðustu keppni virtist ekki koma að sök fyrir McLaren liðið, en aðstoðarökumaður Montoya, Spánverjinn Pedro de la Rosa, ók eins og engill í keppninni og skilaði sér í fimmta sætið eftir að hafa tekið fram úr mörgum bílum. Liðið verður þó eflaust ekki í rónni fyrr en Montoya sest á bak við stýrið á ný, en da einn af betri ökumönnum í Formúlunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×