Sport

Tyson staðfestir endurkomuna

Mike Tyson hefur staðfest enn eina endurkomu sína í hnefaleikahringinn og nú hefur verið gert kunnugt um bardaga hans við írska boxarann Kevin McBride, þann 11. júní í Washington. McBride þessi hefur unnið 32 af 37 bardögum sínum á ferlinum og hefur unnið sjö síðustu bardaga sína. Hann er nokkuð hávaxinn og á áræðanlega eftir að veita fyrrum heimsmeistaranum verðuga keppni. Tyson státar enn af glæsilegri tölfræði, þrátt fyrir að fara illa út úr síðustu bardögum sínum, en hann hefur unnið 50 bardaga á ferlinum, tapað fimm og hefur unnið 44 af þessum 50 með rothöggi. "Ég mun setja á svið sýningu sem fólk mun aldrei gleyma," sagði Tyson. "Þetta verður eins og járnbrautarslys. Ég get samt ekki unnið í þessum bardaga. Ef ég vinn, verður hann stimplaður aumingi, ef hann vinnur, verð ég stimplaður aumingi," sagði fyrrum heimsmeistarinn glottandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×