Erlent

Bush kominn með iPod

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur eignast nýtt leikfang: stafræna vasadiskóið iPod. Þegar stund skapast á milli stríða notar Bush tækifærið og stundar líkamsrækt með dúndrandi dægurtónlist í eyrunum. Þetta virðist skila góðum árangri því að forsetinn hefur misst tæp fjögur kíló að undanförnu. 250 lög er að finna á lagalista Bush. Eins og búast má við er amerísk sveitatónlist þar í öndvegi en einnig má þar finna rokklög á borð við "My Sharona" með hljómsveitinni The Knack að ógleymdum gamla Van Morrison-slagaranum "Brown-Eyed Girl", sem er eitt af eftirlætislögum Bush.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×