Erlent

Mælt með viðræðum við Serba

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur mælt með því að hafnar verði samingaviðræður við Serbíu og Svartfjallaland sem á endanum gætu leitt til inngöngu landins í bandalagið. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að serbnesk stjórnvöld hafa sýnt Stríðsglæpadómstólnum í Haag aukinn samstarfsvilja og framselt 13 menn sem grunaðir eru um stríðsglæpi í styrjöldinni á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Yfirmaður stækkunamála hjá ESB hrósaði Serebum og Svartfellingum fyrir samstarfið en sagði þó að samningaviðræður um inngöngu landsins í ESB gætu ekki hafist fyrr en Serbar hefðu að fullu staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Stríðsglæpadómstólnum. Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður hersins, eru til að mynda enn á flótta undan réttvísinni og neita að gefa sig fram við dómstólinn og það hefur áhrif á ESB-viðræður Serba og Svartfellinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×