Erlent

Ísraelar haldi sig við vegvísinn

George Bush Bandaríkjaforseti greindi Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, frá því í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun landnemabyggða á Vesturbakkanum á fundi þeirra á búgarði forsetans í Texas í dag. Þá hvatti hann Sharon til þess að halda sig við hinn svokallaða vegvísi til friðar og loka ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum. Á blaðamannfundi eftir fundinn sagði Sharon að Ísraelar myndu standa við sinn hluta samkomulagsins, en Ísraelar hafa þegar samþykkt að yfirgefa allar landnemabyggðir á Gasasvæðinu og fjórar landnemabyggðir á Vesturbakkanum. Haft var eftir Saeb Erekat, aðalsamningamanni Palestínumanna, að hann vonaði að Sharon fylgdi eftir hvatningarorðum Bush og Ísraelar hættu allri landtöku þar sem það væri lykillinn að friði fyrir botni Miðjarðarhafs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×