Erlent

Sendu eftirlitsflugvél til Ísraels

Hisbollah-skæruliðar í Líbanon lýstu því yfir í dag að ómönnuð eftirlitsflugvél á þeirra vegum hefði flogið yfir nokkrar landnemabyggðir í norðurhluta Ísraels og komist heilu og höldnu til baka. Segjast þeir hafa gert þetta til að svara fyrir það að ísraelskar herþotur hafi ítrekað rofið lofthelgi Líbanons. Talsmenn Ísraelshers hafa staðfest að vélin hafi flogið inn í ísraelska lofthelgi og segja hana hafa sveimað þar í nokkrar mínútur og snúið aftur til Líbanons áður en ísraelsk herþota náði henni. Vitni segja að skömmu eftir að Hisbollah-samtökin hafi tilkynnt um flug vélarinnar hafi ísraelskar herþotur sést yfir borginni Tyre í suðurhluta Líbanons. Hisbollah-skæruliðar og Ísraelar hafa lengi eldað saman grátt silfur og m.a. deilt um landsvæði á landmærum Líbanons og Ísraels, en skæruliðasamtökin voru meðal þeirra sem hröktu Ísraela frá suðurhluta Líbanons árið 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×