Erlent

Friðargæslumenn enn í vandræðum

Tveir nepalskir friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem starfa í Austur-Kongó, voru handteknir í gær í bæ í norðurhluta Úganda eftir að hafa reitt heimamenn til reiði með því hafa mök við unga vændiskonu. Þeir munu hafa sést fara inn á hótel með 19 ára stúlku og við það reiddust heimamenn og héldu þeim þar til lögregla kom á staðinn og færði þá í varðhald. Þeim var síðar sleppt eftir að yfirmaður þeirra hafði hlutast til um málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem friðargæsluliðar í Austur-Kongó komast í fréttirnar vegna kynlífhneykslis því ítrekað hefur liðið verið sakað um að nýta sér neyð kvenna á svæðinu með því að lokka þær til kynlífs. Síðast á föstudag voru tveir starfsmenn á vegum friðargæslunnar handteknir í höfuðborginni Kinshasa eftir að 13 konur höfðu fundist í íbúð þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×