Erlent

Ný stjórn mynduð í Líbanon

Samið hefur verið um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Líbanon. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum embættismanni þar í landi. Samkomulagið náðist á fundi Emiles Lahouds, forseta landsins, Omars Karamis forsætisráðherra og Nabihs Berris, forseta þingsins, í dag og er búist við tilkynningu þessa efnis síðar í dag. Samkvæmt heimildarmanni Reuters verða 30 ráðherrar ríkisstjórninni, flestir þeirra hliðhollir Sýrlendingum. Hlutverk nýrrar stjórnar verður að undirbúa frumvarp um þingkosningar ásamt því að hafa yfirumsjón með kosningunum. Kosningarnar áttu að fara fram í næsta mánuði en hugsanlegt er að þær frestist um nokkrar vikur þar sem það tekur nokkrar vikur að semja og samþykkja frumvarpið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×