Erlent

Telur sig nálgast Munch-myndir

Lögregla í Noregi hefur handtekið mann á fertugsaldri í tengslum við rannsókn á ráninu á Ópinu og Madonnu, málverkum Edvards Munchs. Talsmenn lögreglu kveðast bjartsýnir á að finna myndirnar í kjölfarið. Myndunum var stolið úr safni Munchs í Ósló í ágúst í fyrra en ekkert hefur til þeirra spurst eftir það. Lögregla segir myndirnar of frægar til að hægt sé að selja þær aftur og því telur hún líklegt að þær finnist nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×