Erlent

Dóms að vænta í apríllok

Irena Kolesnikova, dómari í máli Míkhaíls Khodorkovskís, stofnanda og forstjóra Yukos-orkurisans í Rússlandi, tók sér í morgun frest til 27. apríl til að kveða upp dóm yfir honum. Hann er sakaður um skattsvik og fleiri refsiverð brot og hafa saksóknarar í málinu krafist að minnsta kosti tíu ára fangelsisdóms yfir honum. Stjórnvöld hafa gert kröfu á fyrirtæki hans upp á röska 27 milljarða dollara vegna skattsvika. Stjórnmálaskýrendur telja að stjórnvöld séu að láta hann gjalda þess að hafa ætlað að hasla sér völl innan stjórnmálanna í Rússlandi í óþökk Pútíns forseta og að stjórnvöld hafi áhuga á að þjóðnýta orkulindir Yukos-félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×