Erlent

Saddam kann að sleppa við dauðadóm

Saddam Hussein kann að sleppa við dauðarefsingu. Að sögn embættismanns innan ríkisstjórnar Íraks eru í gangi samningaviðræður við súnníta í Írak sem hafa farið þess á leit við stjórnvöld að Saddam verði dæmdur í lífstíðarfangelsi en fái að halda lífi. Á móti myndu þeir beita sér fyrir því að uppreisnarmenn létu af árásum sínum. Það eykur enn líkurnar á því að Saddam haldi lífi að Jalal Talabani, forseti Íraks, segist alfarið mótfallinn því að dauðarefsingum verði beitt í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×