Erlent

Engin flóðbylgja

Þúsundir manna flúðu heimili sín á eyjunni Súmötru í Indónesíu þegar snarpur neðansjávarjarðskjálfti reið yfir í gær. Skjálftinn mældist 6,8 stig á Richter en enginn flóðbylgja myndaðist af völdum hans. Skjálftans varð meðal annars vart í borginni Padang þar sem rúður brotnuðu, en yfirvöldum bárust engar tilkynningar um alvarleg slys eða mikið tjón af völdum hans. Tíu eftirskjálftar fylgdu þeim fyrsta eftir og mældist sá stærsti 6,3 stig á Richter. Súmatra er enn í rúst eftir jarðskjálftann á annan í jólum þar sem 126 þúsund Indónesa týndu lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×