Erlent

Mótmæli stigmagnast í Kína

Þúsundir Kínverja héldu áfram að mótmæla japönskum kennslubókum sem sagðar eru gera lítið úr voðaverkum Japana í Kína í seinni heimsstyrjöld. Tíu þúsund manns umkringdu stórmarkað í eigu Japana í borginni Shensen í suðurhluta Kína, og hvöttu til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar og köstuðu vatnsflöskum að versluninni.  Þrjú þúsund manns örkuðu að skrifstofum japanska ræðismannsins í borginni Gvangsjú og mótmæltu. Á laugardag mótmæltu um þúsund manns við japanska sendiráðið í Peking og brutu í því rúður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×