Erlent

Grýttu japanska sendiráðið

Kínverskir mótmælendur grýttu japanska sendiráðið í Peking, höfuðborg Kína, í dag. Mikil reiði blossaði upp í Kína á dögunum þegar ný bók sem notuð er í sögukennslu í japönskum skólum leit dagsins ljós því Kínverjar halda því fram að í henni hvítþvoi Japanar sig af grimmdarverkum sem þeir frömdu í Síðari heimsstyrjöldinni. Og umsókn Japana um sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna virkaði sem olía á eldinn. Meira en 10 þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu sem farin var í Peking í dag til að mótmæla þessu og var hún frekar friðsöm framan af að sögn viðstaddra. Leikar fóru hins vegar að æsast þegar mannfjöldinn nálgaðist japanska sendiráðið og endaði með grjótkastinu, auk þess sem japanskir veitingastaðir í nágrenninu urðu nokkrum rúðum fátækari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×