Erlent

Lokaundirbúningur brúðkaupsins

Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles sem verður í dag en brúðhjónin hafa beðið þess í árafjöld að geta gengið í það heilaga. Elísabet drottning, móðir Karls, ætlar ekki að vera viðstödd athöfnina en kemur hins vegar í átta hundruð manna veislu sem haldin verður eftir á í Windsor-kastala. Athöfnin fer fram í ráðhúsinu í Windsor og hefst klukkan hálf tólf að íslenskum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×