Erlent

Íranar sitja fastir við sinn keip

Íranar ætla að halda til streitu áformum sínum um að þróa kjarnorku hvað sem gagnrýni erlendra ríkja líður. Íranskur embættismaður lýsti þessu yfir í París í gær en þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um kjarnorkunotkun í friðsamlegu skyni. Frakkar, Þjóðverjar og Bretar eiga í viðræðum við Írana um kjarnorkumál. Grunur leikur á að Íranar hyggist koma sér upp kjarnavopnum enda þótt þeir neiti því staðfastlega. Viðræðurnar halda áfram á morgun og vildi embættismaðurinn ekki svara hvort Íranar myndu halda auðgun úrans áfram fyrr en að honum loknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×