Erlent

200 manns hafa farist

Rúmlega 200 manns hafa farist í miklum flóðum sem hafa gengið yfir Afganistan undanfarið. Þúsundir heimila hafa eyðilagst, flest í Uruzgan-héraði. Bandarískar herþyrlur hafa bjargað um 250 manns auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent matvæli til landsins. Í síðasta mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að hörmungar gætu gengið yfir Afganistan þegar snjór tók að bráðna eftir harðasta vetur í landinu í marga áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×