Erlent

Þrjátíu fórust og tuttugu særðust

Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust og um tuttugu særðust í sprengingu sem varð í helgidómi sjía í suðvesturhluta Pakistan á laugardagskvöld. Þúsundir manns höfðu safnast saman á staðnum þegar sprengingin varð. Bæði sjíar og súnníar, auk hindúa, voru viðstaddir samkomuna og því hefur lögreglan átt erfitt með að átta sig á hver stóð að baki verknaðinum. Sprengjan var afar öflug og skildi eftir sig eins metra djúpan gíg. Ekki er talið að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða heldur hafi tímasprengja sprungið. Enginn hefur lýst ábyrgð á verkaðinum á hendur sér. Um 80% þeirra 150 milljóna manna sem búa í Pakistan eru súnníar og 17% eru sjíar. Lengi hafa staðið yfir deilur á milli þessara tveggja hópa og margir fallið í valinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×